Náði fínum árangri á lokamótinu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir Ljósmynd/Tristan Jones/LET

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir náði fínum árangri á Calatayud-mótinu í Zaragoza á Spáni um helgina og endaði í 31. sæti.  

Hún lék hringina á 75, 68, 74 höggum og lauk leik á samanlagt einu höggi yfir pari. Mótið var lokamót ársins á LET-Acess mótaröðinni, þeirri næststerkustu í álfunni. Guðrún brá endaði í 21. sæti stigalistans á mótaröðinni í ár.

Ragnhildur Kristinsdóttir lék einnig á mótinu en komst ekki í gegnum niðurskurðinn eftir tvo  hringi. Hún lauk leik á sex höggum yfir pari. Hún endaði í 86. sæti stigalistans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert