Nýliðinn vann sitt fyrsta mót

Matt McCarty kátur eftir sigurinn um helgina.
Matt McCarty kátur eftir sigurinn um helgina. AFP/Christian Petersen

Matt McCarty, 26 ára Bandaríkjamaður, vann sitt fyrsta mót á PGA-mótaröðinni í golfi þegar hann bar sigur úr býtum á Black Desert-mótinu í Utah í Bandaríkjunum um helgina.

McCarty, sem varð atvinnukylfingur árið 2021, er að taka þátt á PGA-mótaröðinni í fyrsta sinn. Með sigrinum tryggði hann sér sæti á Masters-mótinu og PGA meistaramótinu á næsta ári.

McCarty lék á 23 höggum undir pari um helgina og skákaði hinum þýska Stephan Jäger, sem lék á 20 höggum undir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert