Fyrstur Íslendinga í lið Evrópu

Gunnlaugur Árni Sveinsson
Gunnlaugur Árni Sveinsson Ljósmynd/seth@golf.is

Gunnlaugur Árni Sveinsson, landsliðskylfingur úr GKG, hefur verið valinn í lið Evrópu í Bonnallack-bikarnum.

Tólf bestu áhugakylfingar Evrópu mæta tólf bestu áhugakylfingum Asíu og Eyjaálfu en mótið fer fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum 8.-10. janúar.

Hann er fyrsti íslenski kylfingurinn sem er valinn í liðið og hefur staðið sig frábærlega í háskólagolfi í Bandaríkjunum í haust.

Hann leikur fyrir LSU-háskólann í Bandaríkjunum og átti árangur hans í háskólagolfinu í haust stóran þátt í að vera valinn í liðið þar sem hann hefur náð besta árangri allra nýliða í NCAA-deildinni.

Gunnlaugur sigraði á sterku háskólamóti og lenti í öðru sæti á öðru móti. Hann hefur að undanförnu rokið upp heimslista áhugakylfinga og er nú í 134. sæti á listanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert