Ólympíumeistarinn jafnaði met

Tiger Woods óskar Scottie Scheffler til hamingju með sigurinn um …
Tiger Woods óskar Scottie Scheffler til hamingju með sigurinn um helgina. AFP/Kevin C. Cox

Bandaríski kylfingurinn Scottie Scheffler hélt sigurgöngu sinni á árinu áfram þegar hann reyndist hlutskarpastur á Hero World Challenge-mótinu í Nassau á Bahamaeyjum um helgina.

Scheffler lék hringina fjóra á 25 höggum undir pari og var sex höggum á undan Tom Kim sem hafnaði í öðru sæti.

Hann hefur þar með unnið níu af 21 móti sem Scheffler hefur tekið þátt í árið 2024, sem er jöfnun á meti yfir flesta sigra á mótum á einu ári.

Scheffler er í efsta sæti heimslistans og hefur átt frábæru gengi að fagna á tímabilinu enda unnið Masters-mótið auk þess að standa uppi sem ólympíumeistari á leikunum í París í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert