Staðan orðin erfiðari í Marokkó

Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir eru áfram hnífjafnar í …
Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir eru áfram hnífjafnar í Marrakech. mbl.is/Árni Sæberg

Atvinnukylfingunum Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur og Ragnhildi Kristinsdóttur gekk ekki vel á öðrum hring lokaúrtökumótsins fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi í Marrakech í Marokkó í dag.

Annan daginn í röð voru þær hnífjafnar, í gær léku þær á pari vallarins en í dag voru þær báðar á fimm höggum yfir pari, eða 77 höggum.

Þar með duttu þær niður töfluna og eru sem stendur í 109. sæti af 154 keppendum ásamt mörgum fleiri kylfingum en nokkrar eiga eftir að ljúka öðrum hringnum í dag.

Þær hafa þó svigrúm til að bæta stöðuna en 65 efstu eftir fjóra hringi komast á lokahring mótsins á föstudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert