Charlie Woods, sonur goðsagnarinnar Tigers Woods, fór holu í höggi í fyrsta sinn á nýhöfnum ferli sínum í golfi um liðna helgi. Tók hann þá þátt í PNC-mótinu ásamt föður sínum.
Charlie, sem er einungis 15 ára gamall, fór holu í höggi á fjórðu holu í Orlando í Flórída í gær, en um er að ræða par þrjú holu.
Þátttakendur keppa með einum fjölskyldumeðlimi sínum og vildi svo til að Paddy Harrington, sonur Padraigs Harringtons sem hefur unnið þrjú stórmót á ferlinum, fetaði í fótspor Charlie Woods er hann fór holu í höggi í fyrsta sinn á ferli sínum á mótinu.
Paddy, sem er 21 árs, fór holu í höggi á áttundu holu.