Úr fangelsi í Opna breska meistaramótið

Ryan Peake með bikarinn fyrir sigur á Opna nýsjálenska meistaramótinu.
Ryan Peake með bikarinn fyrir sigur á Opna nýsjálenska meistaramótinu. AFP/Andrew Cornaga

Það hafa ör­ugg­lega ekki marg­ir heyrt um ástr­alska kylf­ing­inn Ryan Pea­ke en hann tryggði sér í gær sæti á Opna breska meist­ara­mót­inu í golfi eft­ir að hafa unnið Opna ný­sjá­lenska meist­ara­mótið.

Pea­ke þessi á nokkuð vafa­sama fortíð en hann var part­ur af mótor­hjóla­gengi á sín­um yngri árum og þegar hann var 21 árs þá fékk hann fimm ára fang­els­is­dóm fyr­ir al­var­lega lík­ams­árás.

Pea­ke hef­ur hins­veg­ar snúið við blaðinu og seg­ir hann að golfið hafi átt stór­an þátt í að koma sér aft­ur á beinu braut­ina.

„Ég er hálf orðlaus núna, þetta breyt­ir öllu. Þetta er rosa­leg saga og rosa­legt augna­blik,“ sagði Pea­ke í viðtali eft­ir sig­ur­inn á Opna ný­sjá­lenska meist­ara­mót­inu.

„Ég vissi alltaf að ég gæti þetta, það var bara spurn­ing um hvenær ég myndi gera þetta. Þetta er það sem ég geri núna, ég vil bara vera hér og spila golf,“ sagði Pea­ke.

Auk þess að vinna sér inn þátt­töku­rétt á Opna breska meist­ara­mót­inu, sem fram fer á Norður-Írlandi 17.-20. júlí n.k., þá fékk Pea­ke 99.500 pund í verðlauna­fé. Það jafn­gild­ir rúm­lega sautján og hálfri millj­ón króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert