Flottur árangur Íslendinganna

Andrea Bergsdóttir, til vinstri, náði flottum árangri í Suður-Afríku.
Andrea Bergsdóttir, til vinstri, náði flottum árangri í Suður-Afríku. Ljósmynd/Golf.is

Kylf­ing­arn­ir Andrea Bergs­dótt­ir og Guðrún Brá Björg­vins­dótt­ir náðu flott­um ár­angri á Sun-mót­inu á Suns­hine-mótaröðinni í Suður-Afr­íku.

Komust þær báðar í gegn­um niður­skurðinn eft­ir tvo hringi en alls voru leikn­ir þrír hring­ir.

Andrea hafnaði í 14. sæti á fimm högg­um yfir pari. Guðrún varð í 27. sæti á níu högg­um yfir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert