Flottur árangur Íslendinganna

Andrea Bergsdóttir, til vinstri, náði flottum árangri í Suður-Afríku.
Andrea Bergsdóttir, til vinstri, náði flottum árangri í Suður-Afríku. Ljósmynd/Golf.is

Kylfingarnir Andrea Bergsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir náðu flottum árangri á Sun-mótinu á Sunshine-mótaröðinni í Suður-Afríku.

Komust þær báðar í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi en alls voru leiknir þrír hringir.

Andrea hafnaði í 14. sæti á fimm höggum yfir pari. Guðrún varð í 27. sæti á níu höggum yfir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert