Tiger Woods meiddist alvarlega

Tiger Woods.
Tiger Woods. AFP/Michael Owens

Banda­ríski kylf­ing­ur­inn Tiger Woods varð fyr­ir því óláni að slíta hás­in er hann var við æf­ing­ar á heim­ili sínu á dög­un­um. Af þeim sök­um gekkst hann und­ir skurðaðgerð í gær.

Woods greindi frá því í til­kynn­ingu á sam­fé­lags­miðlum í gær að aðgerðin hafi gengið vel og að nú ein­beiti hann sér að end­ur­hæf­ingu og að ná full­um bata.

Ljóst er að Woods verður lengi frá þar sem það tek­ur íþrótta­fólk iðulega fjóra til sex mánuði að jafna sig á því að slíta hás­in.

Hann hef­ur ekki tekið þátt á neinu móti á PGA-mótaröðinni á yf­ir­stand­andi tíma­bili. Það stóð til fyrr á ár­inu en eft­ir að móðir Woods, Kultida, lést í byrj­un fe­brú­ar dró hann sig úr keppni á nokkr­um mót­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert