Á meðal 50 bestu í heimi

Gunnlaugur Árni Sveinsson er að gera það gott í háskólagolfinu …
Gunnlaugur Árni Sveinsson er að gera það gott í háskólagolfinu í Bandaríkjunum. Ljósmynd/LSU

Kylf­ing­ur­inn efni­legi Gunn­laug­ur Árni Sveins­son hafnaði í þriðja sæti á Pauma Valley In­vitati­onal-mót­inu í Kali­forn­íu í banda­ríska há­skóla­golf­inu í gær.

Hann lék hring­ina þrjá á 69, 70 og 67 högg­um eða sjö högg­um und­ir pari vall­ar­ins og var eini kylf­ing­ur­inn til að leika loka­hring­inn án þess að fá skolla eða skramba.

Berst á toppn­um í Kali­forn­íu

Gunn­laug­ur Árni hef­ur náð mögnuðum ár­angri á þessu skóla­ári. Hann hef­ur náð besta ár­angri allra nýliða í há­skóla­golf­inu og þegar heimslisti áhuga­kylf­inga verður upp­færður næsta miðviku­dag mun hann í fyrsta skipti vera á meðal 50 bestu áhuga­kylf­inga heims.

Styrk­leiki móts­ins er 900+ á heimslista WAGR, en áhuga­manna­mót hafa styrk­leika á bil­inu 10 til 1000. Til sam­an­b­urðar var Íslands­mótið í högg­leik 2024 með 111 í styrk­leika í karla­flokki.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert