Á meðal 50 bestu í heimi

Gunnlaugur Árni Sveinsson er að gera það gott í háskólagolfinu …
Gunnlaugur Árni Sveinsson er að gera það gott í háskólagolfinu í Bandaríkjunum. Ljósmynd/LSU

Kylfingurinn efnilegi Gunnlaugur Árni Sveinsson hafnaði í þriðja sæti á Pauma Valley Invitational-mótinu í Kaliforníu í bandaríska háskólagolfinu í gær.

Hann lék hringina þrjá á 69, 70 og 67 höggum eða sjö höggum undir pari vallarins og var eini kylfingurinn til að leika lokahringinn án þess að fá skolla eða skramba.

Berst á toppnum í Kaliforníu

Gunnlaugur Árni hefur náð mögnuðum árangri á þessu skólaári. Hann hefur náð besta árangri allra nýliða í háskólagolfinu og þegar heimslisti áhugakylfinga verður uppfærður næsta miðvikudag mun hann í fyrsta skipti vera á meðal 50 bestu áhugakylfinga heims.

Styrkleiki mótsins er 900+ á heimslista WAGR, en áhugamannamót hafa styrkleika á bilinu 10 til 1000. Til samanburðar var Íslandsmótið í höggleik 2024 með 111 í styrkleika í karlaflokki.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert