Langbesti árangur Íslendings

Gunnlaugur Árni Sveinsson er að gera glæsilega hluti.
Gunnlaugur Árni Sveinsson er að gera glæsilega hluti. mbl.is/Óttar

Kylfingurinn efnilegi Gunnlaugur Árni Sveinsson fer upp um 20 sæti á nýjasta heimslista áhugamanna og upp í 38. sæti.

Er það langbesti árangur Íslendings á listanum. Gunnlaugur hefur farið hratt upp listann en hann var í 99. sæti í byrjun árs, sem einnig var besti árangur sem Íslendingur hefur náð.

Hann hefur náð glæsilegum árangri með LSU-háskólanum á skólaárinu og er með besta árangur allra nýliða í háskólagólfinu vestanhafs.

Gunnlaugur var hluti af Evrópuúrvalsliði áhugakylfinga sem tók þátt í Bonnallack Trophy í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í byrjun árs og hafnaði í þriðja sæti á Pauma Valley In­vitati­onal-mót­inu í Kali­forn­íu í síðustu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka