„Ég hef bara dáið 11 sinnum“

John Daly sneri aftur til keppni um þarsíðustu helgi.
John Daly sneri aftur til keppni um þarsíðustu helgi. AFP/Joe Scarnici

Kylf­ing­ur­inn þaul­reyndi John Daly gerði á dög­un­um gys að heilsu­vanda­mál­um sín­um í gegn­um tíðina.

Hinn lit­ríki Daly hef­ur verið með þátt­töku­rétt á PGA mótaröðinni frá ár­inu 1992 og sagði í mynd­skeiði sem mótaröðin deildi á sam­fé­lags­miðlum:

„Ég bjóst ekki við því að vera hérna í þrjá ára­tugi. Ég hef bara dáið 11 sinn­um. Ég er eins og Las­ar­us, ég held áfram að rísa upp frá dauðum. Á þess­um tíma gat ég í raun og veru spilað leik­inn.“

Hann gekkst und­ir bráða skurðaðgerð á hendi í janú­ar og sagði þá á sam­fé­lags­miðlum að aðgerðin hafi gengið vel. Daly bætti því við að hann yrði far­inn að spila aft­ur áður en langt um liði.

Reynd­ist það rétt þar sem Daly, sem er 58 ára gam­all, sneri aft­ur á völl­inn á Hoag Classic-mót­inu, sem er hluti af Champ­i­ons-mótaröðinni, í síðasta mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert