McIlroy meiddur er styttist í Masters

Rory McIlroy.
Rory McIlroy. AFP/Jonathan Bachman

Norðurírski kylf­ing­ur­inn Rory McIl­roy er að glíma við meiðsli á oln­boga um þess­ar mund­ir en keppni í einu af ri­sa­mót­um tíma­bils­ins, Masters­mót­inu á Augusta Nati­onal vell­in­um í Georgíu­ríki í Banda­ríkj­un­um, hefst eft­ir rúma viku.

McIl­roy, sem er í öðru sæti heimslist­ans, seg­ir oln­bog­ann hafa verið að angra sig að und­an­förnu.

„Hægri oln­bog­inn hef­ur verið að valda mér smá vand­ræðum þannig að ég fæ kannski meðhöndl­un vegna meiðsl­anna til þess að sjá til þess að það verði í lagi með hann áður en keppni hefst í Augusta,“ sagði hann í sam­tali við Golf Chann­el.

Masters­mótið er eina mótið af ri­sa­mót­un­um fjór­um sem McIl­roy hef­ur ekki enn tek­ist að vinna á ferl­in­um, en hann er 35 ára gam­all.

Masters­mótið fer fram frá 10. til 13. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert