Snýr aftur á Masters eftir fangelsisvist

Ángel Cabrera við keppni í Flórída í febrúar.
Ángel Cabrera við keppni í Flórída í febrúar. AFP/Brennan Asplen

Arg­entínski kylf­ing­ur­inn Ángel Ca­brera mun taka þátt á Masters-mót­inu í Augusta í Georgíu­ríki í Banda­ríkj­un­um, sem hefst í vik­unni, í fyrsta sinn í sex ár.

Ca­brera var árið 2021 dæmd­ur til tveggja ára fang­els­is­vist­ar í Arg­entínu fyr­ir lík­ams­árás, hót­an­ir og áreitni í garð tveggja fyrr­ver­andi kær­asta sinna, Ceciliu Tor­res Mana og Mica­elu Escu­dero.

Hon­um var sleppt laus­um í ág­úst árið 2023 og sagðist í lok árs gjarna vilja taka þátt aft­ur á Masters-mót­inu, sem Ca­brera vann árið 2009. Einnig hef­ur hann unnið Opna banda­ríska meist­ara­mótið, gerði það árið 2007.

PGA-mótaröðin greindi frá því þegar Ca­brera losnaði úr fang­elsi að hann væri enn gjald­geng­ur til að taka þátt í mót­um á veg­um mót­araðar­inn­ar. 

Vand­ræði með vega­bréfs­árit­un til Banda­ríkj­anna á und­an­förn­um árum hafa komið í veg fyr­ir það en Ca­brera verður með í ár. Sig­ur­veg­ar­ar á Masters-mót­inu hafa keppn­is­rétt á Masters til æviloka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert