Hafnaði í öðru sæti í Indiana

Hulda Clara Getsdóttir.
Hulda Clara Getsdóttir. Ljósmynd/GKG

Kylf­ing­ur­inn Hulda Cl­ara Gests­dótt­ir úr GKG hafnaði í öðru sæti á Bollerma­ker Spring Classic há­skóla­mót­inu í Indi­ana-fylki í gær. 

Hulda lék fyrsta hring­inn á 69 högg­um, ann­an á 70 högg­um og þann þriðja á 71 höggi. Hún lauk keppni sex högg­um und­ir pari og aðeins einu höggi frá sig­ur­veg­ar­an­um. 

Skól­inn henn­ar Den­ver Uni­versity hafnaði í 2. sæti í liðakeppn­inni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert