„Ég þurfti virkilega að pissa“

José Luis Ballester á fyrsta hring á Mastersmótinu í dag.
José Luis Ballester á fyrsta hring á Mastersmótinu í dag. AFP/Harry How

Spænski kylf­ing­ur­inn José Luis Bal­lester tók í dag þátt á Masters­mót­inu í Augusta í Georgíu­ríki í Banda­ríkj­un­um í fyrsta sinn. Fyrsti hring­ur­inn reynd­ist hon­um eft­ir­minni­leg­ur en þó af sér­stakri ástæðu.

Bal­lester kastaði nefni­lega af sér vatni við læk á vell­in­um í Augusta í stað þess að nýta sér sal­erni sem eru þar víðs veg­ar.

„Ég gleymdi því al­gjör­lega að það væru sal­erni vinstra meg­in við teig­inn. Ég þurfti virki­lega að pissa. Ég vissi í raun ekki hvert ég ætti að fara.

Þar sem Just­in Thom­as átti í vand­ræðum á „green­inu“ hugsaði ég með mér að ég lauma mér hérna snöggv­ast við ána.

Þá hugsaði ég að fólk myndi ekki sjá mikið til mín, og svo klappaði það fyr­ir mér,“ hef­ur breska rík­is­út­varpið eft­ir Bal­lester.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert