McIlroy minnti hressilega á sig

Rory McIlroy þakkar stuðninginn eftir hringinn í dag.
Rory McIlroy þakkar stuðninginn eftir hringinn í dag. AFP/HARRY HOW

Norður-Írinn Rory McIl­roy sýndi víg­tenn­urn­ar í dag þegar hann lék ann­an hring­inn á Masters-mót­inu í golfi á 66 högg­um.

Masters er fyrsta ri­sa­mótið á ári hverju hjá körl­un­um og fer ávallt fram á Augusta Nati­onal vell­in­um glæsi­lega í Georgíu­ríki í Banda­ríkj­un­um. Er það eina ri­sa­mótið sem er ávallt á sama vell­in­um. 

McIl­roy blandaði sér í bar­áttu efstu manna með spila­mennsk­unni í dag en marg­ir eru enn úti á velli og einn þeirra er Scottie Scheffler, efsti kylf­ing­ur heimslist­ans. McIl­roy er sam­tals á 6 und­ir pari en hann lék á par­inu í gær. Þá var McIl­roy á 4 und­ir pari eft­ir 14 hol­ur en fékk tvo skramba á lokakafl­an­um og það sem virt­ist vera góður fyrsti hring­ur rann út í sand­inn. 

Rory McIl­roy hef­ur unnið hin þrjú ri­sa­mót­in og vant­ar græna jakk­ann til að ná slemm­unni. Fyr­ir vikið er ávallt mik­il at­hygli sem bein­ist að hon­um á Masters. Hann hef­ur auk þess byrjað árið afar vel á PGA-mótaröðinni. 

Justin Rose hefur leikið báða hringina undir pari og er …
Just­in Rose hef­ur leikið báða hring­ina und­ir pari og er sam­tals 8 und­ir. AFP/​MICHAEL REA­VES

Eng­lend­ing­ur­inn Just­in Rose er efst­ur á 8 und­ir pari og var á höggi und­ir pari í dag. Bry­son DeCham­beau er ann­ar, aðeins höggi á eft­ir, 2og hef­ur einnig lokið leik í dag. 

Scottie Scheffler er sam­tals 6 und­ir pari og er á tveim­ur und­ir eft­ir 8 hol­ur í dag. Hann er lík­leg­ur til af­reka og sigraði á mót­inu í fyrra en einnig 2022. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert