McIlroy og DeChambeau í síðasta ráshópnum

Rory McIlroy á þriðja hringnum á Augusta National vellinum í …
Rory McIlroy á þriðja hringnum á Augusta National vellinum í Georgíuríki í kvöld. AFP/MICHAEL REAVES

Norður-Írinn Rory McIl­roy fær tæki­færi á morg­un til að ná slemm­unni í golfíþrótt­inni en hann er efst­ur fyr­ir loka­dag­inn á Masters mót­inu, fyrsta ri­sa­móti árs­ins. 

McIl­roy átti aft­ur frá­bær­an hring og lék á 66 högg­um eða 6 und­ir pari, rétt eins og í gær. Hann lék fyrsta hring­inn á pari en hef­ur held­ur bet­ur spýtt í lóf­ana og hef­ur nú tveggja högga for­skot. 

Bry­son DeCham­beau er á 10 und­ir pari eft­ir að hafa leikið á 69 högg­um. DeCham­beau púttaði virki­lega vel og það kom hon­um í annað sætið en slátt­ur­inn var brokk­geng­ur hjá DeCham­beau. Verður hann því ásamt McIl­roy í síðasta rás­hópi á loka­hringn­um annað kvöld.,

Kan­adamaður­inn Cor­ey Conners er á 8 und­ir pari. Hann hef­ur aldrei bar­ist um sig­ur­inn fyr­ir al­vöru á Masters en kann vel við sig á Augusta því hann hef­ur þríveg­is verið á meðal 10 efstu á síðustu árum. 

Næstu menn á eft­ir eru ansi langt á eft­ir McIl­roy. Þeir eiga því tæp­lega mögu­leika nema Norður-Íran­um fat­ist veru­lega flugið á morg­un. 

Pat­rick Reed sem sigrað hef­ur á mót­inu er á 6 und­ir eins og Sví­inn Ludvig Aberg. Ja­son Day, Scottie Scheffler, Shane Lowry og Just­in Rose eru á 5 und­ir pari sam­tals. Scheffler er í efsta sæti heimslist­ans og sigraði á Masters í fyrra. Flest­ir bjugg­ust við góðum hring hjá hon­um en sú varð ekki raun­in. Hann lék á pari og þurfti í raun­inni að berj­ast fyr­ir því. Just­in Rose var í efsta sæti á -8 en lék á 75 högg­um. Eins og oft áður sást að hann pútt­ar ekki nægi­lega vel til að vinna en hann fékk nóg af tæki­fær­um til að leika hring­inn und­ir pari og halda sér í topp­bar­átt­unni. 

Rory McIl­roy hef­ur unnið hin þrjú ri­sa­mót­in í golf­inu en vant­ar Masters til að ná slemm­unni. Á síðari árum er Tiger Woods sá eini sem náð hef­ur að vinna öll ri­sa­mót­in á ferl­in­um. Sig­ur­sæl­ir kylf­ing­ar eins og Seve Bal­lesteros, Tom Wat­son, Nick Faldo eða Phil Mickel­son náðu því ekki sem dæmi. Mickel­son vant­ar Opna banda­ríska og svipað má segja um Jor­d­an Spieth sem vant­ar PGA meist­ara­mótið í safnið. ,

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert