Lygilegur atburður í Þorlákshöfn

Hjónin í Þorlákshöfn í dag.
Hjónin í Þorlákshöfn í dag. Ljósmynd/Golfklúbbur Þorlákshafnar

Kylf­ing­ar fjöl­menntu á golf­völl­inn í Þor­láks­höfn í blíðunni í dag og þar gerðist sá fá­heyrði at­b­urður að hjón fóru holu í höggi á sama hringn­um. 

Golf­klúbb­ur Þor­láks­hafn­ar grein­ir frá þessu á FB síðu klúbbs­ins:

„Páll Ingvars­son reið á vaðið á tí­undu holu vall­ar­ins, sem er par-3, er hann sló teig­högg sitt beint í holu, af rúm­lega 120 m færi, við mikla kátínu hans, eig­in­konu hans Hólm­fríðar M. Braga­dótt­ur, og nærstaddra. „Við vor­um ein­mitt að gant­ast með þetta, eft­ir höggið mitt, að það væri nú gam­an ef Hólm­fríður gerði næði þessu líka” seg­ir Páll. Viti menn, um klukku­stund síðar lék Hólm­fríður sama leik­inn, þá á 15. holu, einnig par-3,“ er haft eft­ir Páli á síðunni. 

Þar er einnig greint frá þeirri áhuga­verðu staðreynd að Hólm­fríður fór holu í höggi í fjórða sinn í dag. „Hólm­fríður er eng­inn au­kvisi þegar drauma­höggið er ann­ars veg­ar. Þetta er í fjórða sinn sem hún fer holu í höggi, en sam­an hafa þau hjón­in stundað golfíþrótt­ina í hart­nær 18 ár. Þau eru bæði í Golf­klúbbi Reykja­vík­ur. Hólm­fríður er með 22 í for­gjöf og Páll 19,“ seg­ir á síðunni hjá Golf­klúbbi Þor­láks­hafn­ar. 

1 á móti 5,7 millj­ón­um

Lík­lega er verðugt verk­efni fyr­ir stærðfræðinga og töl­fræðinga að geta sér til um hverj­ar lík­urn­ar séu á því að hjón fari holu í höggi á sama hringn­um. Golf­klúbb­ur Þor­láks­hafn­ar er þegar far­inn að velta því fyr­ir sér miðað við færsl­una:

Sam­kvæmt vef­leit­ar­vél­um eru lík­ur á holu í höggi u.þ.b. einn á móti tólf þúsund og reikn­ar gervi­greind­in að lík­ur á af­reki Hólm­fríðar og Páls geti legið nærri 1 á móti 5,7 millj­ón­um. Sé til­lit tekið til fjölda ár­legra golf­hringja á Þor­láksvelli, þá mun þetta af­rek hjón­anna tæp­ast end­ur­taka sig á vell­in­um næstu ald­irn­ar.“

Mbl.is ósk­ar hjón­un­um til ham­ingju með af­rekið og sögu­leg­an dag sem gæti þess vegna orðið frétta­mat­ur í er­lend­um fjöl­miðlum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert