Mjög stórt skref fyrir mig

Perla Sól Sigurbrandsdóttir
Perla Sól Sigurbrandsdóttir mbl.is/Ólafur Árdal

„Ég er á leiðinni í LSU-há­skól­ann í Louisi­ana,“ sagði Perla Sól Sig­ur­brands­dótt­ir, fremsti ungi kven­kylf­ing­ur Íslands, í sam­tali við mbl.is en hún hef­ur nám við skól­ann næsta haust, á meðan hún stund­ar íþrótt­ina við bestu aðstæður.

„Ég byrja í haust og er mjög spennt. Þetta er sami skóli og Gunn­laug­ur Árni Sveins­son er í. Hann er bú­inn að standa sig mjög vel í ár,“ bætti Perla við, sem er mjög spennt.

„Það er mjög stórt skref fyr­ir mig að fara út og stunda nám með golf­inu. Það er spenn­andi að vera í kring­um alla þá bestu. Þetta er mik­ill íþrótta­skóli og maður mun borða með ólymp­íu­för­um.

Perla Sól Sigurbrandsdóttir
Perla Sól Sig­ur­brands­dótt­ir mbl.is/Ó​ttar

Ég mun æfa við bestu aðstæður og ferðast um öll Banda­rík­in, spila golf og keppa við þær allra bestu. Ég hef mikið verið í Banda­ríkj­un­um en aðallega í Flórída. Það verður skemmti­legt að skoða öll Banda­rík­in,“ sagði hún.

Perla hef­ur vakið at­hygli fyr­ir góðan ár­ang­ur á golf­vell­in­um en hún var aðeins 15 ára þegar hún varð Íslands­meist­ari árið 2022. Hún hafði því tæki­færi til að verja úr fleiri skól­um.

„Ég heim­sótti skól­ann í nóv­em­ber árið 2023 ásamt fleiri skól­um til að ákveða hvaða skóla ég ætlaði í. Ég hef séð æf­ingaaðstöðina, hvar ég mun búa og svona og þetta lít­ur vel út. Það er þægi­legt að hafa Íslend­ing þarna líka sem ég get talað við,“ sagði hún.

Það verður nóg að gera hjá Perlu næstu vik­ur og mánuði, fyrst heima á Íslandi og svo er­lend­is.

Perla Sól Sigurbrandsdóttir
Perla Sól Sig­ur­brands­dótt­ir mbl.is/Ó​ttar

„Ég er á leiðinni í út­skrift hjá bróður mín­um sem er líka í há­skóla í Banda­ríkj­un­um [kylf­ing­ur­inn Dag­bjart­ur Sig­ur­brands­son] og svo út­skrif­ast ég sjálf úr Verzló 24. maí. Eft­ir það byrj­ar mitt tíma­bil.

Í golfi all­an dag­inn alla daga

Fyrsta mótið, Opna breska, er 10. júní og eft­ir það eru mót nán­ast í hverri viku. Ég fer alla­vega til Svíþjóðar, Eng­lands og Þýska­lands. Það verður nóg um að vera,“ sagði hún.

En nær Perla eitt­hvað að skoða staðina sem hún kepp­ir á?

„Ég reyni það. Ég hef keppt rétt hjá Par­ís og þá er gam­an að kíkja í borg­ina og dreifa hug­an­um eft­ir hring­ina.“

Mark­mið næstu vikna og mánaða er að vera sem best und­ir­bú­in fyr­ir há­skóla­golfið.

„Ég vil und­ir­búa mig sem best fyr­ir há­skóla­golfið, þar sem ég verð í golfi all­an dag­inn alla daga og að keppa við þau bestu. Ég verð með her­berg­is­fé­laga en ég verð með sér her­bergi, kló­sett og sturtu og það mun­ar miklu,“ sagði Perla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert