Fjarlægðist efstu konur á lokahringnum

Andrea Bergsdóttir náði sér ekki á strik á lokahringnum.
Andrea Bergsdóttir náði sér ekki á strik á lokahringnum. Ljósmynd/seth@golf.is

Andrea Bergs­dótt­ir náði sér ekki á strik á þriðja og síðasta hring­um á Allegri Open-golf­mót­inu í Aust­ur­ríki í dag en mótið er hluti af LET-mótaröðinni, þeirri næst­sterk­ustu í Evr­ópu.

Andrea var í 13.-20. sæti eft­ir ann­an hring­inn á sam­tals tveim­ur högg­um yfir pari en lék þriðja hring­inn í dag á 77 högg­um eða sjö högg­um yfir pari vall­ar­ins.

Hún er sem stend­ur í 38.-39. sæti en ennþá eiga fjöl­marg­ir kylf­ing­ar eft­ir að ljúka leik. Ragn­hild­ur Krist­ins­dótt­ir tók einnig þátt á mót­inu en komst ekki í gegn­um niður­skurðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert