Andrea Bergsdóttir náði sér ekki á strik á þriðja og síðasta hringum á Allegri Open-golfmótinu í Austurríki í dag en mótið er hluti af LET-mótaröðinni, þeirri næststerkustu í Evrópu.
Andrea var í 13.-20. sæti eftir annan hringinn á samtals tveimur höggum yfir pari en lék þriðja hringinn í dag á 77 höggum eða sjö höggum yfir pari vallarins.
Hún er sem stendur í 38.-39. sæti en ennþá eiga fjölmargir kylfingar eftir að ljúka leik. Ragnhildur Kristinsdóttir tók einnig þátt á mótinu en komst ekki í gegnum niðurskurðinn.