Pamela hlutskörpust í höggleiknum

Pamela Ósk Hjaltadóttir.
Pamela Ósk Hjaltadóttir. Ljósmynd/seth@golf.is

Pamela Ósk Hjalta­dótt­ir úr Golf­klúbbi Mos­fells­bæj­ar lék á pari í 36 holu högg­leik á Hlíðavelli í Mos­fells­bæ á fyrsta degi Íslands­móts­ins í holu­keppni í dag.

Pamela Ósk var langefst af þeim kylf­ing­um sem tryggðu sér sæti í 16-manna úr­slit­um en þau verða leik­in á sunnu­dag­inn ásamt átta manna úr­slit­um.

Hún lék fyrri hring dags­ins á 73 högg­um og þann síðari á 69 högg­um, sam­tals 142. Í öðru sæti var Heiðrún Anna Hlyns­dótt­ir úr Golf­klúbbi Sel­foss á sex högg­um yfir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert