Pamela Ósk efst eftir höggleikinn

Pamela Ósk Hjaltadóttir er efst eftir höggleikinn á Íslandsmótinu í …
Pamela Ósk Hjaltadóttir er efst eftir höggleikinn á Íslandsmótinu í holukeppni. Ljósmynd/Seth@golf.is

Íslands­mótið í holu­keppni fer fram þessa dag­ana á Hlíðavelli í Mos­fells­bæ. Kvenna­flokk­ur spilaði 36 hol­ur í gær og fóru efstu 16 áfram í holu­keppn­ina.

Fyr­ir­komu­lag móts­ins er að fyrst er spilaður 36 holu högg­leik­ur, þar sem 16 efstu kylf­ing­arn­ir kom­ast áfram í holu­keppn­ina. Þaðan hefst út­slátt­ar­keppni sem end­ar með sig­ur­veg­ara sem krýnd­ur verður Íslands­meist­ari kvenna í holu­keppni árið 2025.

Eft­ir 36 holu högg­leik­inn var Pamela Ósk Hjalta­dótt­ir efst en hún lék hring­ina tvo sam­tals á pari vall­ar­ins. Fyrri hring­inn spilaði hún á 73 högg­um en þann seinni spilaði hún mjög vel á 63 högg­um.

Mik­il spenna var um síðustu sæt­in inn í holu­keppn­ina þar sem fjór­ir kylf­ing­ar voru jafn­ir í 16. sæt­inu á fimmtán högg­um yfir pari og þurfti því að leika bráðabana um eitt laust sæti í út­slátt­ar­kepn­inni.

Það voru þær Embla Hrönn Halls­dótt­ir, Lilja Mar­en Jóns­dótt­ir, Elísa­bet Ólafs­dótt­ir og Þóra Sig­ríður Sveins­dótt­ir sem fóru í bráðabana þar sem Embla Hrönn komst áfram í 16 manna úr­slit og mæt­ir hún þar Pamelu Ósk í leik um sæti í 8 manna úr­slit­um sem spilaður verður á morg­un, sunnu­dag. Undanúr­slit­in og úr­slit fara fram á mánu­dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert