Englendingurinn í forystu fyrir lokahringinn

Tommy Fleetwood sveiflar sjö tréinu á TPC River Highlands vellinum …
Tommy Fleetwood sveiflar sjö tréinu á TPC River Highlands vellinum í gær. AFP/Andrew Redington

Tommy Fleetwood er í dauðafæri að ná í fyrsta sig­ur sinn á PGA mótaröðinni en hann er með þriggja högga for­ystu fyr­ir loka­hring Tra­velers meist­ara­móts­ins í golfi sem fer fram á TPC Ri­ver High­lands vell­in­um í Conn­ecticut í Banda­ríkj­un­um.

Fleetwood spilaði frá­bær­lega á þriðja hring í gær en hann spilaði á 63 högg­um, sjö högg­um und­ir pari og er sam­tals á 16 högg­um und­ir pari. Hann er þrem­ur högg­um á und­an Rus­sell Henley og Keeg­an Bra­dley.

Henley var best­ur á vell­in­um í gær en hann lék þriðja hring­inn á 61 höggi eða níu högg­um und­ir pari.

Efsti maður heimslist­ans, Scottie Scheffler, átti slak­an dag í gær en hann spilaði á tveim­ur högg­um yfir pari og er hann jafn í átt­unda sæti móts­ins, níu högg­um á eft­ir Tommy Fleetwood.

Fleetwood hef­ur aldrei unnið mót á PGA mótaröðinni en fimm sinn­um hef­ur hann verið í öðru sæti og fimm sinn­um í þriðja sæti. Þá hef­ur hann endað 27 sinn­um í topp fimm og 41 sinni í topp tíu. Þannig að sig­ur­inn er orðinn langþráður og spurn­ing er hvort hann komi loks­ins í hús í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert