„Hann er náttúrulega eitthvað vélmenni“

„Ég var á annarri löppinni eftir áramót þannig að ég held að það sé langbest að kalla þetta gott,“ sagði handknattleikskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í Dagmálum.

Anna, sem er 39 ára gömul, varð Íslandsmeistari í áttunda sinn á ferlinum með Val á dögunum þegar liðið hafði betur gegn Haukum í úrslitum Íslandsmótsins, 3:0.

Ein helsta fyrirmyndin

Anna hefur nokkrum sinnum lagt skóna á hilluna en hún verður fertug á næsta ári. Alexander Petersson, leikmaður karlaliðs Vals, er ennþá að spila þrátt fyrir að vera orðin 43 ára gamall en Anna er staðráðin í að láta staðar numið.

„Hann er náttúrulega eitthvað vélmenni,“ sagði Anna.

„Ég man alltaf eftir honum, þegar ég var að byrja á meistaraflokksæfingum hjá Gróttu, þá var hann á meistarflokksæfingum þarna með karlaliðinu og allar æfingar hjá honum voru eins og hann væri í alvöru keppni.

Hann náði öllum með sér líka, öllu liðinu, og hann er ein mín helsta fyrirmynd þegar kemur að handboltanum því alla tíð hefur hann æft mjög vel,“ sagði Anna meðal annars.

Viðtalið við Önnu Úrsúlu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Alexander Petersson.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Alexander Petersson. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert