„Ég myndi ekki nenna sjálfri mér“

„Ég nota allt og ég elska til dæmis þegar ég heyri einhverju beint að mér úr stúkunni,“ sagði handknattleikskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í Dagmálum.

Anna, sem er 39 ára gömul, varð Íslandsmeistari í áttunda sinn á ferlinum með Val á dögunum þegar liðið hafði betur gegn Haukum í úrslitum Íslandsmótsins, 3:0.

Styrkist í mótlætinu

Anna er eina sigursælasta handknattleikskona sem Ísland hefur átt en hún hefur sex sinnum orðið bikarmeistari á ferlinum og á að baki 102 A-landsleiki fyrir Ísland.

„Því meira mótlæti, því betra,“ sagði Anna sem var því næst spurð að því hvort hún teldi að það væri leiðinlegt að spila á móti sér.

„Alveg örugglega, pottþétt, og ég skil það alveg. Ég myndi ekki nenna sjálfri mér,“ sagði Anna meðal annars í léttum tón.

Viðtalið við Önnu Úrsúlu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert