Engin vísitöluhækkun átt sér stað á laununum

„Það hefur engin vísitöluhækkun átt sér stað á laununum hjá mér síðustu ár,“ sagði handknattleikskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í Dagmálum.

Anna, sem er 39 ára gömul, varð Íslandsmeistari í áttunda sinn á ferlinum með Val á dögunum þegar liðið hafði betur gegn Haukum í úrslitum Íslandsmótsins, 3:0.

Vill engan bónus

Hún hefur verið ein fremsta handboltakona landsins undanfarna tvo áratugi en alls á hún að baki 102 A-landsleiki fyrir Ísland.

„Ég ákvað það, þegar ég var í kringum 25 ára gömul, að ég myndi bara skrifa undir eins árs samninga,“ sagði Anna.

„Ég vil ekki hafa neina bónusa í mínum samningum, einfaldlega þar sem ég er ekki hrifinn af því. Ég mun alltaf leggja mig fram, sama hvað, og ég gef mig 100 prósent í allt sem ég geri.

Það var mjög gott að fá þennan aukapening þegar maður var í skóla en handboltinn hefur aldrei snúist um peninga hjá mér,“ sagði Anna meðal annars.

Viðtalið við Önnu Úrsúlu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert