„Ég held að lögreglan hafi verið dauðfegin“

„Ég hugsa að þetta hafi verið mjög sérstök upplifun fyrir Grikkina, að sjá okkar stuðningsmenn koma út úr rútunni,“ sagði handknattleiksmaðurinn og Evrópubikarmeistarinn Alexander Örn Júlíusson í Dagmálum.

Alexander, sem er 29 ára gamall, varð Evrópubikarmeistari með Val á dögunum eftir afar dramatískan sigur gegn Olympiacos í vítakeppni í Aþenu.

Mestmegnis fjölskyldufólk

Um 100 stuðningsmenn Vals fylgdu liðinu til Aþenu þar sem síðari leikurinn gegn Olympiacos fór fram en leikurinn fór fram Friðar- og vináttuhöllin í Piraeus og voru um 7.000 manns á leiknum.

„Þetta var mestmegnis fjölskyldufólk, með börn, og svo eldra fólk,“ sagði Alexander.

„Það var svo bara vopnuð lögregla sem tók á móti þeim og ég held að lögreglan hafi verið dauðfegin þegar hún sá þau,“ sagði Alexander meðal annars.

Viðtalið við þá Alexander og Vigni í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert