„Alls ekki gefið að konur séu jafn heppnar og ég“

„Handboltinn, harpixið og boltinn veitir mér mikla gleði,“ sagði handknattleikskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í Dagmálum.

Anna, sem er 39 ára gömul, varð Íslandsmeistari í áttunda sinn á ferlinum með Val á dögunum þegar liðið hafði betur gegn Haukum í úrslitum Íslandsmótsins, 3:0.

Ákveðin blessun fólgin í því

„Ég er heppin að eiga góðan líkama eftir að hafa átt þrjú börn og það er ákveðin blessun fólgin í því að hafa alltaf getað snúið aftur á völlinn eftir það,“ sagði Anna.

„Það er alls ekki gefið að konur séu jafn heppnar og ég. Það er eins og það sé orðið eitthvað viðmið núna að konur eigi að drífa sig aftur inn á völlinn eftir að þær eignast barn. Hjá mér var þetta þannig að ég þurfti á útrásinni að halda. Ég var ein í fæðingarorlofi, fékk enga útrás og það skapaði ákveðna vanlíðan hjá mér því ég fékk ekki þá útrás sem ég var vön að fá, alveg frá því að ég var krakki.

Þetta er stór hluti af mér, handboltinn, og þegar ég komst í þetta og börnin voru orðin meðfærileg, þá komst ég í þetta fyrir mína andlegu líðan. Það var aldrei kapphlaup hjá mér að snúa aftur,“ sagði Anna meðal annars.

Viðtalið við Önnu Úrsúlu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert