Þetta var fullkominn endir

„Við ætluðum báðir að láta staðar numið í fyrra en ákváðum að taka slaginn í eitt ár í viðbót,“ sagði handknattleiksmaðurinn og Evrópubikarmeistarinn Alexander Örn Júlíusson í Dagmálum.

Alexander, sem er 29 ára gamall, varð Evrópubikarmeistari með Val á dögunum eftir afar dramatískan sigur gegn Olympiacos í vítakeppni í Aþenu.

Komið gott

Hann ákvað að leggja skóna á hilluna eftir síðari leikinn gegn Olympiacos ásamt liðsfélaga sínum Vigni Stefánssyni sem er 33 ára gamall.

„Það var ótrúlega gaman að enda ferilinn á þessum leik og maður hefði ekki getað óskað sér betri endi,“ sagði Alexander.

„Þetta var orðið nokkuð gott held ég. Við erum í öðru líka, komnir með krakka, og það fer mikill tími í þetta ár eftir ár. Þetta var fullkominn endir,“ sagði Vignir Stefánsson meðal annars.

Viðtalið við þá Alexander og Vigni í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Alexander Örn Júlíusson og Vignir Stefánsson.
Alexander Örn Júlíusson og Vignir Stefánsson. mbl.is/Jóhann Ingi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert