Fram staðfestir ráðningarnar

Rakel Dögg Bragadóttir og Arnar Pétursson eru tekin við sem …
Rakel Dögg Bragadóttir og Arnar Pétursson eru tekin við sem þjálfarar kvennaliðs Fram. Ljósmynd/fram.is

Handknattleiksdeild Fram hefur staðfest fregnir gærdagsins um að Rakel Dögg Bragadóttir og Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, taki við sem þjálfarar kvennaliðs Fram.

Á heimasíðu Fram kemur fram að bæði séu þau búin að skrifa undir samning en ekki kemur fram til hve langs tíma.

„Stjórn handknattleiksdeildar Fram lýsir yfir mikilli ánægju með það að fá svo öflugt teymi við þjálfun kvennaliðs félagsins.

Það er til marks um þann metnað sem Fram leggur í uppbyggingu og þróun handboltaliða félagsins, þar sem bæði karla- og kvennalið félagsins eru í fremstu röð,“ sagði meðal annars í frétt Fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert