Nýtt fyrirkomulag í úrvalsdeildinni

Breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi úrvalsdeildar karla í handbolta.
Breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi úrvalsdeildar karla í handbolta. Kristinn Magnússon

Frá og með næsta keppnistímabili í úrvalsdeild karla í handbolta mun einungis eitt lið falla beint úr deildinni. Liðið sem hafnar í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar fer í umspil.

Fyrirkomulagið verður eins og í kvennaflokki þar sem ellefta sæti úrvalsdeildar fer í umspil ásamt liðunum í öðru til fjórða sæti 1. deildar mætast. Úrvalsdeildarliðið mætir fjórða sæti 1. deildar í undanúrslitum og annað og þriðja sætið mætast.

Fimm leikja úrslit verða síðan leikin um sæti í efstu deild. 

KA lagði tillöguna fyrir ársþing HSÍ og var hún samþykkt. Rökstuðningur KA er á þá leið að of algengt sé að lið sem eiga ekki erindi í úrvalsdeildina vinni sér þáttökurétt í henni til þess eins að falla aftur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert