Guðmundur í skýjunum með Meistaradeildarsætið

Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari Fredericia.
Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari Fredericia. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari karlaliðs danska félagsins Fredericia í handknattleik, er himinlifandi með að liðið hafi fengið sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.

Fredericia hafnaði í öðru sæti í úrslitaeinvíginu um danska meistaratitilinn og náði þar með sínum besta árangri í 44 ár.

Félagið sótti um sérstakan þátttökurétt, svokallað „wild card,“ og fékk inni. Tekur Fredericia því þátt í Meistaradeildinni í fyrsta sinn í 40 ár.

Í samtali við Vísi kvaðst Guðmundur hrærður yfir því að Fredericia taki þátt í keppninni á næsta tímabili.

„Mjög stórt skref. Ég verð að segja það. Það er mjög spennandi að taka þátt í þeirri keppni. Það er mikið álag sem fylgir því að taka þátt í svoleiðis keppni.

Margir leikir sem bætast við. En það verður algjört ævintýri,“ sagði fyrrverandi landsliðsþjálfarinn við Vísi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert