Lærisveinar Guðmundar í Meistaradeildina

Guðmundur Þ. Guðmundsson
Guðmundur Þ. Guðmundsson Kristinn Magnússon

Danska handboltaliðið Fredericia, lið Guðmundar Guðmundssonar og Einars Þorsteins Ólafssonar, tekur þátt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Liðið fékk sérstakan þátttökurétt eða svokallað wild card.

Fredericia tapaði naumlega gegn Álaborg í úrslitarimmu um meistaratitilinn og náði sínum besta árangri í 44 ár, en það þykir óvænt að félagið hafi fengið þátttökurétt framyfir félög á borð við FC Porto og norska liðið Elverum sem hafa áður spilað í Meistaradeildinni.

Þetta er í fyrsta skipti í fjörutíu ár sem Fredericia tekur þátt í Evrópukeppni. Arnór Viðarsson gengur til liðs við félagið í sumar frá ÍBV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert