Meistararnir unnu stórleikinn

Svein José Riveira hjá ÍBV og FH-ingurinn Aron Pálmarsson eigast …
Svein José Riveira hjá ÍBV og FH-ingurinn Aron Pálmarsson eigast við í kvöld. mbl.is/Anton Brink

FH og ÍBV áttust við í þriðju umferð Íslandsmóts karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld og lauk leiknum með sigri FH, 33:30.Eftir leikinn er lið FH með 4 stig eftir þrjá leiki en Eyjamenn eru með 3 stig eftir jafn marga leiki.

Liðin voru mjög mistæk fyrstu mínútur leiksins og mætti í raun segja að lið FH hafi ekki mætt til leiks fyrr en um 10 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik en þá var staðan 6:2 fyrir ÍBV.

Eftir þetta kom stórkostlegur kafli hjá liði FH þar sem liðið skoraði 11 mörk gegn 2 mörkum ÍBV. Staðan eftir 19 mínútu 13:8 fyrir FH.

FH náði mest 6 marka forskoti í fyrri hálfleik í stöðunum 16:10 og 17:11. Eftir þetta náðu gestirnir frá Vestmannaeyjum að minnka muninn og fór svo að munurinn var 4 mörk þegar fyrri hálfleik lauk. Staðan 19:15 fyrir FH í hálfleik.

Markahæstir í liði FH í fyrri hálfleik voru þeir Birgir Már Birgisson og Aron Pálmarsson með 4 mörk hvor. Daníel Freyr Andrésson varði 7 skot, þar af eitt vítaskot í fyrri hálfleik.

Í liði ÍBV var fyrirliðinn Kári Kristján Kristjánsson með 4 mörk, þar af tvö úr vítaskotum og Gauti Gunnarsson var með 3 mörk. Pavel Miskevich varði 6 skot í fyrri hálfleik.

Eyjamenn skoruðu fyrsta mark seinni hálfleiks eftir 7 sekúndur þegar Daniel Esteves Vieira minnkaði muninn í 3 mörk í stöðunni 19:16 fyrir FH.

Eyjamönnum tókst að minnka muninn niður í tvö mörk í stöðunni 20:18 fyrir FH en þá settu Hafnfirðingar í næsta gír og keyrðu aftur fram úr Eyjamönnum og komust aftur 5 mörkum yfir í stöðunni 26:21.

Eyjamenn reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn en áttu í erfiðleikum með að verjast sóknum FH.

Þegar rúmlega 13 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik fékk Kristófer Ísak Bárðarson beint rautt spjald fyrir brot á Jóhannesi Berg Andrasyni. Strax í næstu sókn fékk Ingvar Dagur Gunnarsson einnig beint rautt spjald fyrir ljótt brot á Andra Erlingssyni.

Eyjamenn náðu að minnka muninn í þrjú mörk í stöðunni 27:23 en það sættu heimamenn úr Hafnarfirði sig ekki við og juku muninn aftur í 5 mörk. Þegar rúmlega 5 mínútur voru eftir af leiknum var staðan 30:25 fyrir FH.

Leikmenn FH gerðu gott betur og juku muninn í 6 mörk í stöðunni 31:25 en þá tóku Eyjamenn aftur við sér og skoruðu tvö mörk í röð. Staðan 31:27 og rúmlega 3 mínútur eftir af leiknum.

Þarna var orðið nokkuð ljóst að Eyjamenn myndu líklega ekki ná að koma til baka og fór svo að Íslandsmeistararnir unnu góðan þriggja marka sigur á ÍBV 33:30.

Markahæstur í liði FH í kvöld var Garðar Ingi Sindrason með 6 mörk en Daníel Freyr Andrésson varði 14 skot, þar af eitt vítaskot.

Hjá Eyjamönnum var fyrirliðinn Kári Kristján Kristjánsson með 10 mörk, þar af 4 úr vítum. Petar Jokanovic varði 9 skot, þar af eitt vítaskot og Pavel Miskevich varði 6 skot.

Næsti leikur FH er á móti Haukum í Kaplakrika á mánudag en ÍBV leikur næst gegn Fjölni í Vestmannaeyjum eftir slétta viku.  

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Atalanta 0:0 Arsenal opna
90. mín. Leik lokið 0:0 - Bragðdauft jafntefli staðreynd. Atalanta komst næst því að vinna þennan leik en David Raya varði vítaspyrnu Mateo Retegui.
Afturelding 3:1 Fjölnir opna
90. mín. Sigurpáll Melberg Pálsson (Afturelding) skorar 3:1 - Þvílíkt mark! Boltinn dettur fyrir Sigurpál rétt utan teigs sem neglir boltanum í vinkilinn.

Leiklýsing

FH 33:30 ÍBV opna loka
60. mín. Kári Kristján Kristjánsson (ÍBV) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert