Fram gerði góða ferð á Nesið

Steinunn Björnsdóttir skoraði níu mörk.
Steinunn Björnsdóttir skoraði níu mörk. Kristinn Magnússon

Fram vann sannfærandi níu marka sigur, 29:20, er liðið mætti Gróttu í þriðju umferð úrvalsdeildar kvenna í handbolta á Seltjarnarnesinu í kvöld.

Fram er með fullt hús stiga eftir sex leiki, eins og Íslandsmeistarar Vals. Grótta er með tvö stig í fimmta sæti. 

Framarar byrjuðu mun betur og komust í sex marka forystu, 9:3, þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður. Þegar hann var allur munaði sjö mörkum, 15:8.

Grótta minnkaði muninn í fjögur mörk, 20:16, í seinni hálfleik en Framarar voru sterkari á lokakaflanum og unnu sannfærandi sigur.

Mörk Gróttu: Tinna Valgerður Gísladóttir 6, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 3, Arndís Áslaug Grímsdóttir 2, Ólöf María Stefánsdóttir 2, Katrín S Thorsteinsson 2, Ída Margrét Stefánsdóttir 2, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 1, Karlotta Óskarsdóttir 1, Katrín Anna Ásmundsdóttir 1.

Varin skot: Anna Karólína Ingadóttir 5, Sara Xiao Reykdal 4.

Mörk Fram: Steinunn Björnsdóttir 9, Alfa Brá Hagalín 7, Lena Margrét Valdimarsdóttir 6, Þórey Rósa Stefánsdóttir 4, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 2, Hildur Lilja Jónsdóttir 1.

Varin skot: Darija Zecevic 9, Andrea Gunnlaugsdóttir 4.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert