Haukar stungu nýliðana af í lokin

Geir Guðmundsson úr Haukum sækir að vörn ÍR. Róbert Snær …
Geir Guðmundsson úr Haukum sækir að vörn ÍR. Róbert Snær Örvarsson er til varnar. mbl.is/Anton Brink

Haukar höfðu betur gegn nýliðum ÍR, 37:30, á heimavelli sínum á Ásvöllum í Hafnarfirði í þriðju umferð úrvalsdeildar karla í handbolta í kvöld.

Leikurinn var nokkuð jafn nánast allan tímann og munaði þremur mörkum þegar tæpar 20 mínútur voru eftir, 23:20.

Þá tóku Haukar við sér, og juku hægt en örugglega í forskotið næstu mínútur. Að lokum var sigurinn öruggur og sannfærandi.

Mörk Hauka: Össur Haraldsson 10, Skarphéðinn Ívar Einarsson 8, Þráinn Orri Jónsson 5, Ólafur Ægir Ólafsson 3, Sigurður Snær Sigurjónsson 3, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 3, Andri Fannar Elísson 1.

Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 10, Vilius Rasimas 3.

Mörk ÍR: Róbert Snær Örvarsson 9, Baldur Fritz Bjarnason 6, Bernard Kristján Darkoh 4, Jökull Blöndal Björnsson 3, Hrannar Ingi Jóhannsson 2, Patrekur Smári Arnarsson 1, Viktor Freyr Viðarsson 1, Eyþór Ari Waage 1, Andri Freyr Ármannsson 1, Bergþór Róbertsson 1, Sigurvin Jarl Ármannsson 1.

Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 5, Arnór Freyr Stefánsson 5.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert