Tekur sér frí frá handbolta

Þórir Hergeirsson ræðir við Nora Mørk.
Þórir Hergeirsson ræðir við Nora Mørk. AFP

Norska landsliðskonan Nora Mørk hefur tekið sér ótímabundið leyfi frá handknattleik og félagsliði sínu, Team Esbjerg. Mørk spilaði kvalin á Ólympíuleikunum í sumar þar sem Noregur, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, vann til gullverðlauna.

„Nora var undir miklu álagi á síðasta tímabili þar sem hún var eini leikmaðurinn í sinni stöðu yfir langt tímabil og fór síðan á Ólympíuleikana. Það kostaði hana talsvert líkamlega þar sem hún var enn að glíma við líkamlega kvilla frá tímabilinu,“ sagði þjálfari Team Esbjerg, Tomas Axner.

„Við lítum á þetta sem fjárfestingu til lengri tíma. Hún tekur allan þann tíma sem hún þarf til að jafna sig, tímabilið er langt“, bætti Axner við en Mørk er 33 ára gömul og hefur verið ein besta handknattleikskona Evrópu um langt skeið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert