Valur spilar heimaleik í Kaplakrika

Valur og FH eru bæði í Evrópudeildinni í vetur.
Valur og FH eru bæði í Evrópudeildinni í vetur. Eggert Jóhannesson

Valsmenn munu spila heimaleik gegn Porto frá Portúgal í Evrópudeild karla í handknattleik í Kaplakrika í Hafnarfirði þann 15. október.

Vísir greinir frá þessu en ástæðan er sú að bæði FH og Valur eiga heimaleik í sömu umferðinni í Evrópudeildinni og á Íslandi er aðeins til einn handboltadúkur sem stenst kröfur EHF, Handknattleikssambands Evrópu.

FH mætir Gummersbach frá Þýskalandi þennan sama dag þannig að bæði liðin leika á dúknum í Kaplakrika 15. október. Það er einmitt afmælisdagur FH sem fagnar 95 ára afmæli þann dag.

Eftir þetta munu félögin geta skipst á um að nota dúkinn í Kaplakrika og á Hlíðarenda í leikjum sínum í Evrópudeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert