Dæma ekki aftur á stóra sviðinu

EHF hefur útilokað serbneskt dómarapar
EHF hefur útilokað serbneskt dómarapar

Serbneska dómaraparið Alekansder Pandzic og Ivan Mosorinski dæmir ekki fleiri alþjóðlega handboltaleiki vegna gruns um að þeir hafi hagrætt úrslitum.

Þeir Pandzic og Mosorinski eru efstir á blaði EFH, evrópska handknattleikssambandsins, yfir þá dómara sem taldir eru hafa haft áhrif á úrslit leikja gegn greiðslu. Óeðlileg veðmál á leiki sem Serbarnir dæmdu og sú staðreynd að hvorugur þeirra mætti til yfirheyrslu vegna málanna eru ástæðan fyrir því að þeir munu ekki dæma alþjóðlega leiki framar.

Samkvæmt frétt TV2 í Danmörku eru átta pör á listanum yfir dómara sem grunaðir eru um hagræðingu úrslita. 26 grunsamlegir leikir voru rannsakaðir en Pandzic og Mosorinski dæmdu átta af þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert