Vilja sniðganga Ísrael

Ísak Steinsson markvörður leikur með Drammen.
Ísak Steinsson markvörður leikur með Drammen. Ljósmynd/HSÍ

Norska handboltaliðið Drammen mætir ísraelska liðinu Holon Yuvalim Handball Club í Evrópubikarnum í næstu umferð. Forsvarsmenn norska liðsins vilja sniðganga leikina en það er hægara sagt en gert.

Formaður Drammen, Ragnhild Larsen-Nyhus Haaning, segir félaginu verða refsað mæti liðið ekki til leiks. 

EHF mun sekta félagið um 500 þúsund norskar krónur og að auki yrði Drammen dæmt í bann frá Evrópukeppnum.

Kristian Kjelling, þjálfari Drammen, fordæmir framferði Ísraelsmanna í stríðinu á Gasa og segist helst ekki vilja heimsækja Ísrael eða leika gegn liði frá Ísrael.

Íslendingarnir Ísak Steinsson og Viktor Petersen Norberg leika með Drammen en nánar má lesa um málið á handbolti.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert