Magnað kvöld fyrir Íslendinganna

Orri Freyr Þorkelsson átti stórleik og skoraði tíu mörk.
Orri Freyr Þorkelsson átti stórleik og skoraði tíu mörk. Eggert Jóhannesson

Íslendingarnir þrír í efstu deild karla í portúgalska handboltanum voru allir í eldlínunni í kvöld og áttu tveir þeirra sérstaklega góða leiki.

Orri Freyr Þorkelsson gerði sér lítið fyrir og skoraði tíu mörk fyrir Sporting er liðið fór illa með Horta, 43:17, á heimavelli.

Þorsteinn Leó Gunnarsson átti annan stórleikinn í röð fyrir Porto í sannfærandi sigri á Aguas Santas á útivelli, 36:24. Þorsteinn skoraði átta mörk. 

Loks skoraði Stiven Tobar Valencia þrjú mörk fyrir Benfica í tíu marka útisigri á Povoa, 35:25.

Sporting og Porto eru saman á toppnum með fullt hús stiga eftir sex leiki. Benfica er í fjórða sæti með fjóra sigra og tvö töp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert