Bjarki heimsmeistari eftir rosalegan leik

Bjarki Már Elísson er heimsmeistari.
Bjarki Már Elísson er heimsmeistari. Ljósmynd/Kristján Orri

Bjarki Már Elísson og samherjar hans hjá Veszprém í Ungverjalandi eru heimsmeistarar félagsliða í handbolta eftir sigur á Magdeburg í Íslendingaslag í úrslitum HM í Kaíró í kvöld.  

Lokatölur í venjulegum leiktíma voru 28:28. Eftir spennandi framlengingu gátu Bjarki og félagar fagnað 34:33-sigri.

Bjarki komst ekki á blað hjá Veszprém. Ómar Ingi Magnússon skoraði sjö mörk fyrri Magdeburg og Gísli Þorgeir Kristjánsson þrjú.

Bjarki kann vel við sig í keppninni, því hann vann hana í tvígang með Füchse Berlin frá Þýskalandi er Erlingur Richardsson þjálfaði liðið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert