Norðankonur upp í annað sæti

Unnur Ómarsdóttir skoraði tvö fyrir KA/Þór.
Unnur Ómarsdóttir skoraði tvö fyrir KA/Þór. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson

KA/Þór er komið upp í annað sæti 1. deildar kvenna í handbolta eftir sigur á varaliði Vals, 25:16, á heimavelli sínum á Akureyri í kvöld.

Liðið er með fimm stig eftir þrjá leiki, einu stigi á eftir toppliði HK. Valsliðið er í áttunda sæti af tíu liðum með tvö stig.

Anna Þyrí Halldórsdóttir skoraði átta mörk fyrir KA/Þór og Susanne Pettersen fimm. Laufey Helga Óskarsdóttir skoraði sjö fyrir Val.

Víkingur vann sinn fyrsta sigur er liðið skellti Fjölni á heimavelli, 35:23. Ída Bjarklind Magnúsdóttir gerði sjö og Valgerður Elín Snorradóttir fimm fyrir Víking, sem er í fimmta sæti með þrjú stig.

Eyrún Ósk Hjartardóttir, Sara Kristín Pedersen og Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir skoruðu fjögur hver fyrir Fjölni, sem er í sjöunda sæti með tvö stig.

Þá vann varalið Fram útisigur á FH, 29:22. Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir og Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir skoruðu sjö mörk hvor fyrir Fram. Ethel Gyða Bjarnasen varði 23 skot í marki liðsins. Hildur Guðjónsdóttir skoraði sjö fyrir FH.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert