Sannfærandi Haukar í Eyjum

Sonja Lind Sigsteinsdóttir skoraði þrju mörk fyrir Hauka í dag.
Sonja Lind Sigsteinsdóttir skoraði þrju mörk fyrir Hauka í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Haukar höfðu betur gegn ÍBV, 26:20, í úrvalsdeild kvenna í handbolta í Vestmannaeyjum í dag.

Úrslitin þýða að Haukar fara upp í annað sæti með 10 stig. ÍBV er áfram í fimmta sæti með sex stig.

Haukar náðu mest þriggja marka forystu í fyrri hálfleik, 5:8. Eyjakonur náðu þó að jafna metin en góður lokakafli hjá Haukum skilaði þeim tveggja marka forystu þegar flautað var til hálfleiks, 12:10.

Í síðari hálfleik voru Haukar sterkari aðilinn og unnu að lokum góðan sex marka sigur, 26:20.

Birna Berg Haraldsdóttir skoraði níu mörk fyrir ÍBV og var markahæst í leiknum. Í liði Hauka var það Rut Jónsdóttir sem var markahæst með sjö mörk.

Marta Wawrzykowska varði sjö skot í marki ÍBV og var með 21.9% markvörslu.

Mörk ÍBV: Birna Berg Haralsdóttir 9, Sunna Jónsdóttir 4, Birna Dögg Egilsdóttir 2, Ásta Björt Júlíusdóttir 1, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 1, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 1, Birna María Unnarsdóttir 1.

Varin Skot: Marta Wawrzykowska 7, Bernódía Sif Sigurðardóttir 1.

Mörk Hauka: Rut Jónsdóttir 7, Elín Klara Þorkelsdóttir 4, Inga Dís Jóhannsdóttir 4, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 4, Ragnheiður Ragnarsdóttir 3, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 2, Sara Odden 1.

Varin Skot: Elísa Helga Sigurðardóttir 5, Margrét Einarsdóttir 4.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert