Danska meistaraliðið Aalborg Håndbold rak í morgun þjálfara sinn Maik Machulla. Machulla tók við þjálfun liðsins í sumar þannig að það var stutt gaman hjá Þjóðverjanum.
Ekki hefur gengið vel hjá Aalborg á tímabilinu en liðið hefur verið að tapa leikjum í Meistaradeild Evrópu sem og í dönsku úrvalsdeildinni. Undanfarin ár hefur liðið vart tapað leik í dönsku úrvalsdeildinni en hefur á þessu tímabili tapað tveimur leikjum.
Simon Dahl, sem verið hefur aðstoðarþjálfari Machulla, mun taka við stjórnartaumunum og danski landsliðsmaðurinn Henrik Møllgaard verður spilandi aðstoðarþjálfari hjá félaginu.