Handknattleiksþjálfarinn Sigurjón Friðbjörn Björnsson hefur látið af störfum hjá meistaraflokki kvenna hjá Gróttu. Júlíus Þórir Stefánsson, sem var aðstoðarmaður Sigurjóns, tekur við liðinu tímabundið hið minnsta.
Handbolti.is greinir frá. Grótta, sem er nýliði í efstu deild, er með tvö stig eftir sjö leiki í úrvalsdeildinni. Liðið tapaði fyrir ÍR á miðvikudagskvöld, 30:18.
Sigurjón tók við Gróttu í febrúar á síðasta ári og kom liðinu upp í úrvalsdeildina eftir sex ára fjarveru.