Valur er enn með fullt hús stiga á toppi úrvalsdeildar kvenna í handbolta eftir útisigur á ÍR, 31:23, í Breiðholtinu í kvöld.
Valskonur hafa unnið alla átta leiki sína og eru nú með 16 stig, sex stigum meira en Haukar og Fram. ÍR er með fjögur stig og í fallbaráttu.
Valskonur skoruðu sex fyrstu mörkin og var verkefnið ærið fyrir ÍR eftir það. Staðan í hálfleik var 17:12 og eftirleikurinn þægilegur fyrir gríðarlega sterkt Valslið.
Var leiknum í kvöld flýtt vegna leiks Vals og Kristianstad frá Svíþjóð í Evrópubikarnum sem fram fer á laugardag.
Mörk ÍR: Sara Dögg Hjaltadóttir 6, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 4, Vaka Líf Kristinsdóttir 4, Anna María Aðalsteinsdóttir 2, Karen Tinna Demian 2, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 2, Katrín Tinna Jensdóttir 1, Guðrún Maryam Rayadh 1, Hanna Karen Ólafsdóttir 1.
Varin skot: Hildur Öder Einarsdóttir 7, Ingunn María Brynjarsdóttir 2.
Mörk Vals: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 6, Thea Imani Sturludóttir 6, Hildigunnur Einarsdóttir 5, Sigríður Hauksdóttir 5, Elín Rósa Magnúsdóttir 3, Hildur Björnsdóttir 3, Ásrún Inga Arnarsdóttir 1, Arna Karitas Eiríksdóttir 1, Lovísa Thompson 1,
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 10, Elísabet Millý Elíasardóttir 3.