Uppselt á landsleikinn

Ómar Ingi Magnússon er einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins.
Ómar Ingi Magnússon er einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Uppselt er á leik Íslands gegn Bosníu og Hersegóvínu í undankeppni EM 2026 í handknattleik karla sem fer fram í Laugardalshöllinni í kvöld.

Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, tilkynnti í hádeginu að síðustu miðarnir væru farnir og að því verði höllin smekkfull í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 19.30 og verður í beinni textalýsingu hér á mbl.is. Auk þess verður hann sýndur í beinni útsendingu á RÚV 2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka