Snorri Steinn: „Hugsaði hver djöfullinn þetta væri“

Snorri Steinn Guðjónsson á hliðarlínunni í gær.
Snorri Steinn Guðjónsson á hliðarlínunni í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, hafði áhyggjur af sóknarleik liðsins í fyrri hálfleik þegar Ísland tók á móti Bosníu í C-riðli undankeppni EM 2026 í Laugardalshöll í gær.

Leiknum lauk með sex marka sigri Íslands, 32:26, en staðan var jöfn í hálfleik, 12:12.

Þetta var fyrsti keppnisleikur íslenska liðsins síðan í maí á þessu ári og því tæplega sex mánuðir síðan íslenska liðið spilaði síðast alvöru keppnisleik.

Lang á milli leikja

„Auðvitað hefur verið langt á milli leikja hjá okkur og það var vont að vera ekki með á Ólympíuleikunum,“ sagði Snorri Steinn í samtali við mbl.is í Laugardalshöll í gær.

„Við unnum leikinn, sem var fínt, en ég hugsaði nú alveg í fyrri hálfleik, hver djöfullinn þetta væri, ég viðurkenni það alveg.Það er jafn langt síðan Bosnía kom saman og þetta tekur alltaf smá tíma.

Þú þarft að finna taktinn og við vorum lengur að því sóknarlega en varnarlega en það var sterkt að klára þetta í erfiðum leik,“ sagði Snorri Steinn í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka